Félagsmálafundur

10.09.2019

Félagsmálafundur hjá Jörfa var haldinn að Grand Hóteli mánudaginn 9.september.

Þetta var fundur númer 790 hjá Kiwanisklúbbnum Jörfa. Á fundinum skiluðu nefndarformenn skýrslum og voru skýrsluskil góð og kom fram að starfið sl. tímabil var gott. Á fundinn mættu 21 félagi og fimm boðuðu forfall. 

Meðaltals fundamæting á yfirstandandi tímabili er 68,9% en ef tekin er með mætingaviðurkenningar er hún 71,1%. Þrír félagar eru með 100% mætingu. 81 gestir hafa mætt á fundi Jörfa á starfstímabilinu. Jörfi hefur veitt styrki til Kvennaathvarfsins  kr 300.000 og til Fjölskyldna í Árbæjarhverfi kr. 300.000.

Sama stjórn og nefndir verða áfram á komandi starfsári 2019-2020. Þess má geta að Kiwanisklúbburinn Jörfi verður 45 ára 2020